Valur upp að hlið Hauka

Kiana Johnson, leikmaður Vals, var með tvöfalda tvennu í kvöld.
Kiana Johnson, leikmaður Vals, var með tvöfalda tvennu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur vann Grindavík í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á Hlíðarenda í kvöld, 92:66. Valur er þá kominn aftur upp að hlið Hauka í annað sæti deildarinnar en Haukar unnu Fjölni fyrr í kvöld.

Grindavík er í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig, fjórum stigum á undan Fjölni en tíu stigum á eftir Njarðvík.

Kiana Johnson var með tvöfalda tvennu en hún skoraði 19 stig fyrir Val og gaf 14 stoðsendingar. Þá var hún að auki með sex fráköst. Eydís Eva Þórisdóttir bætti við 17 stigum fyrir Hlíðarendakonur.

Amanda Okodugha var atkvæðamest í liði gestanna með 17 stig og fimm fráköst.

Valur - Grindavík 92:66

Origo-höllin, Subway deild kvenna, 19. mars 2023.

Gangur leiksins: 6:3, 12:8, 12:12, 18:16, 24:18, 32:21, 37:24, 48:28, 50:32, 58:37, 66:45, 72:48, 75:53, 75:58, 83:64, 92:66.

Valur: Kiana Johnson 19/6 fráköst/14 stoðsendingar, Eydís Eva Þórisdóttir 17, Ásta Júlía Grímsdóttir 14/13 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/6 fráköst, Sara Líf Boama 9, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 7, Margrét Ósk Einarsdóttir 6, Simone Gabriel Costa 3, Guðbjörg Sverrisdóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Grindavík: Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 17/5 fráköst, Elma Dautovic 15/12 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 13/5 stoðsendingar, Danielle Victoria Rodriguez 11/9 fráköst/8 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 7/5 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2/5 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 1.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem, Daníel Steingrímsson.

Áhorfendur: 78.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert