Íslenska karlalandsliðið í flokki 19 ára og yngri vann Slóveníu á æfingamóti þar í landi í morgunsárið.
Um þriðja og síðasta leik Íslands á mótinu var að ræða en liðið vann 1-0 sigur gegn Kirgistan í fyrsta leik sínum en tapaði svo 1-3 fyrir Portúgal.
1-0 sigur varð niðurstaðan í Slóveníu í dag en Lúkas Magni Magnason skoraði sigurmarkið á 53. mínútu með skalla eftir sendingu Dags Arnar Fjeldsted.
Hér að neðan má sjá sigurmarkið.
Assist vélin mallar í Slóveníu. 🅰️⚽️🇮🇸 pic.twitter.com/DS5oxCGin7
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) September 12, 2023