Akureyringar nálægt sigri á Selfossi

Liðin mættust fyrr í sumar í Boganum á Akureyri.
Liðin mættust fyrr í sumar í Boganum á Akureyri. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Eitt stig gerir lítið fyrir lið í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu og gildir þá einu hvort barist er ofarlega eða neðarlega á stigatöflunni. Því voru leikmenn bæði Selfoss og Þórs/KA temmilega sáttir eftir 1:1 jafntefli á Selfossvelli í kvöld.

Það var ekki mikið um tilþrif eða opin færi, sannkölluð refskák þjálfaranna og liðin fóru hægt í sakirnar til að byrja með. Á 34. mínútu braut Karen María Sigurgeirsdóttir ísinn með glæsilegu marki og kom gestunum í forystu. Harpa Jóhannsdóttir tók útspark sem Emma Checker, fyrirliði Selfoss, skallaði aftur fyrir sig, beint á Karen sem kom á ferðinni og hamraði boltann í netið. Eftir markið kom fát á Selfyssinga og Þór/KA stýrði ferðinni en mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var eign Selfyssinga frá A-Ö og þó að það hafi ekki verið markmið Þórs/KA að halda 1:0 forystunni, heldur bæta í, þá tókst það ekki. Þær vörðust þó skipulega og Selfyssingar fundu engar leiðir framhjá öftustu fjórum sem var skörulega stýrt af Örnu Sif Ásgrímsdóttur. Hún var besti maður vallarins í kvöld.

Þegar tuttugu mínútur voru eftir breytti Alfreð Elías Jóhannsson leikskipulagi Selfoss, færði Barbáru Sól Gísladóttur og Evu Núru Abrahamsdóttur upp á kantana og stillti upp þriggja manna vörn. Sóknir Selfyssinga þyngdust verulega eftir þetta og þessar tvær bjuggu til jöfnunarmarkið, Barbára sendi þvert frá hægri yfir á Evu Núru í vítateignum sem lagði boltann auðveldlega fyrir sig og lét vaða í þverslána og inn.

Selfyssingar voru líklegri til að bæta við sigurmarkinu en tókst ekki að skapa sér nógu góð færi á lokamínútunum. Leikjum kvöldsins er ekki öllum lokið en telja má víst að Selfoss og Þór/KA verði á svipuðum slóðum á töflunni, eins og þau voru fyrir þessa umferð.

<a data-auth="NotApplicable" data-linkindex="0" href="http://mbl.is/" target="_blank">mbl.is</a><span> </span>

var á vellinum og má lesa um það helsta úr leiknum í leiklýsingunni hér að neðan.

Selfoss 1:1 Þór/KA opna loka
90. mín. Selfoss fær hornspyrnu Lovera geysist upp völlinn og á skot sem fer í varnarmann og afturfyrir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert