Kortin í Call of Duty endursköpuð með LEGO kubbum

Ljósmynd/Colourbox

Teymið á vefsíðunni Diamondlobby hefur nú búið til Lego líkön af kortunum í fyrstu persónu skotleiknum Call of Duty.

Líkt eftir tölvuleiknum

Teymið setti saman lista yfir þeirra uppáhalds kort úr leiknum alveg langt aftur um kynslóðir leikja, allt að upprunalega Call of Duty 4: Modern Warfare sem kom út árið 2007. Þau notuðust við gjaldfrjálsa forritið Bricklink Studio 2.0  sem inniheldur safn allra lego kubba og fengu grafíska hönnuðinn Evghenii Loctev sér til aðstoðar við að smíða og hanna kortin.

Þegar kortin voru fullsmíðuð tóku þau myndir af þeim frá því sjónarhorni sem leikmenn myndu helst þekkja úr tölvuleiknum sjálfum. Flestar myndirnar stemmdu við upprunalegu myndirnar í tölvuleiknum sem koma upp á biðskjánum áður en leikur hefst í kortunum hverju sinni.

Myndirnar sem þau tóku af kortunum voru síðan unnar og lýsingarnar stilltar með því móti að þær minntu á tölvuleikinn sjálfan.

Dýrasta kortið rúmar 320.000 krónur

Kortin sem þau endursköpuðu með LEGO kubbum voru Crash, Castle, Terminal, Firing Range, Rust, Nuketown, Slums og Raid.

Flestir kubbarnir fóru í kortið Terminal en þar þurfti alls 18,043 LEGO kubba sem kosta í heildina 2.474 bandaríska dali eða rúmlega 320.000 íslenskar krónur. Kortið er 1,76m x 2,19m x 0,42m á stærð.

Skoða má greinina og fleiri myndir á vefsíðu Diamondlobby.com.

Ljósmynd/Diamondlobby
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert