Lykilmaður Spánar ekki með á EM

Jennifer Hermoso leikur ekki með Spáni á EM.
Jennifer Hermoso leikur ekki með Spáni á EM. AFP

Jennifer Hermoso, markaskorari Barcelona, verður ekki með spænska landsliðinu á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem er leikið á Englandi í næsta mánuði. 

Hermoso hefur spilað stórt hlutverk í liði Barcelona síðustu ár en hún er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 174 mörk. Hún skoraði 51 mark, mest á árinu af öllum knattspyrnukonum, í öllum keppnum árið 2021, þar sem Barcelona vann allt það sem hægt var að vinna.

Spánverjinn er hinsvegar á leiðinni til Pachuca í Mexíkó og spilar þar á næstu leiktíð. 

Hermoso, sem er einnig markahæst í sögu spænska landsliðsins með 45 mörk, varð fyrir hnémeiðslum í aðdraganda mótsins og getur því ekki tekið þátt á mótinu. 

Mikill missir fyrir spænska landsliðið sem er talið eitt það líklegasta til að vinna mótið. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 17. MAÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 17. MAÍ

Útsláttarkeppnin