Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana

Snorri Másson og Patrik Atlason.
Snorri Másson og Patrik Atlason. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason vill að konan hans þurfi einungis að hugsa um börnin, heimilið og sjálfa sig, hann geti verið með peningaáhyggjur. 

Þetta var meðal þess sem Patrik ræddi við bræðurna Snorra og Bergþór Mássyni í þættinum Skoðanabræður, en um er að ræða hlaðvarpsþætti sem þeir bræður halda úti.

Í þættinum er farið um víðan völl en vangaveltur þeirra og skoðanir á hlutverkum kynjanna vekja nokkra athygli. 

Fólk gabbað á vinnumarkað

„Þetta er það sem kapítalisminn og þessi stóru félög vilja gera, að konur verði „career-driven“, sem er bara allt í lagi. Ég held að maðurinn eigi að vera „career-driven“ og leggja alla sína orku í það og hún á að vera „nurturing“,“ segir Patrik og bætir við að innkoma heimilanna gæti verið helmingi meiri ef karlinn væri sá eini „career driven“ á heimilinu, eða útivinnandi. 

„Ég held að þau vilji þetta því þau vilja hafa okkur bæði á hjólunum, en þá náum við styttra,“ segir Patrik sem útskýrir fyrr í þættinum að sá sem ákvað að konan og karlinn ættu bæði að vera á vinnumarkaði hafi einungis stefnt að því til að græða meira. 

„Það er mjög áhugavert að menn hafi gabbað alla út á vinnumarkað og kallað það svo frelsisbyltingu,“ segir Snorri þá og Bergþór bætir við:

„Það er ógeðslega fyndið að ef þú hefðir sagt þetta fyrri kannski fjórum árum þá yrði bara ferillinn þinn búinn. Nú er fólk bara „já snilld“.“

Konan þarf að hafa sinn tilgang 

„Þetta er bara mín skoðun og ég og konan mín sjáum framtíðina þannig. Auðvitað þarf hún að hafa sinn tilgang og eitthvað en ég er the „go getter“ skiluðu,“ segir Patrik til að útskýra afstöðu sína. 

Snorri virðist ekki ýkja ósammála viðmælanda sínum og bætir við: 

„Ég hugsa líka að allir karlar, óháð því að auðvitað eru bara bæði kynin frábær í allskonar störfum og mjög góð í allskonar drasli, en allir karlar myndu vilja geta haldið uppi heimili sínu án þess að konan þyrfti að vinna. Að sjálfsögðu myndu þeir vilja það.[...] Það er æðsta takmark“. 

„Já maður, hún eitthvað í Pilates,“ segir Bergþór þá og Snorri bætir við: „Hún getur stofnað kaffihús“. 

Karlmenn oftast með áhyggjur af peningum

Loks segir Patrik að hann vilji að konan hans þurfi einungis að hugsa um börnin, heimilið og sjálfa sig. „Gefðu mér peningaáhyggjurnar.“

„Af því að ég held að karlmaðurinn sé meira gerður fyrir að hafa peningaáhyggjur,“ segir hann og Snorri tekur undir.  

„Það er nefnilega málið, ég tengi við þetta. Vegna þess að karlmaðurinn hefur á endanum peningaáhyggjurnar. Þú veist það er þannig á flestum heimilum.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert