Spila 100. landsleikinn og slá íslenskættaða metið rækilega

Christian Eriksen skrefi á undan Herði Björgvini Magnússyni í leiknum …
Christian Eriksen skrefi á undan Herði Björgvini Magnússyni í leiknum á Laugardalsvellinum á sunnudagskvöldið. AFP

Christian Eriksen og Simon Kjær eru báðir í byrjunarliði Dana gegn Englendingum á Wembley í kvöld þegar liðin mætast í Þjóðadeildinni í fótbolta og þar ná þeir tveimur stórum áföngum í sameiningu.

Bæði Eriksen og Kjær leika sinn 100. landsleik fyrir Danmörku í kvöld, og um leið eru þeir tveir yngstu hundrað leikja menn danska landsliðsins frá upphafi.

Eriksen hirðir efsta sætið en hann nær þessum áfanga aðeins 28 ára og 243 daga gamall. Kjær er í öðru sæti en hann er þó orðinn 31 árs og 202 daga gamall.

Fyrra metið átti hinn íslenskættaði Jon Dahl Tomasson, núverandi þjálfari Arnórs Ingva Traustasonar hjá Malmö, en hann lék sinn 100. landsleik 31 árs og 357 ára gamall, og var þar til í kvöld sá eini sem hafði náð þeim áfanga fyrir 32 ára afmælisdaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert