Streyma til Búdapest á ný

Madenta-tannlæknastofan er í miðborg Búdapest.
Madenta-tannlæknastofan er í miðborg Búdapest. Morgunblaðið/Baldur Arnarson

Fulltrúar þriggja tannlæknastofa í Búdapest, sem selja Íslendingum þjónustu, segja eftirspurn frá Íslandi vera að fara í fyrra horf eftir mikinn samdrátt í kórónuveirufaraldrinum.

Fjallað var um þessi viðskipti í ViðskiptaMogganum í fyrrahaust en Morgunblaðið heimsótti stofurnar á ný í sumarbyrjun. Var þá að lifna yfir ferðaþjónustunni í Búdapest.

Hjalti Garðarsson, annar eigenda Íslensku klíníkurinnar, segir bókunarstöðuna mjög góða.

„Það sem hamlar okkur núna er að okkur vantar fleiri munngervasérfræðinga. Af þeim völdum erum við að keyra á hér um bil 50% af mögulegri getu miðað við stærð stofunnar, tæki og fleira. Árin 2020 og 2021 eru ekki viðmiðunarhæf vegna lokunar stofunnar í faraldrinum.

Það sem af er árinu eru 14% færri [komur] en á sama tíma 2019 og það sem af er árinu er hlutfall nýrra viðskiptavina 83%. Horfurnar fyrir sumarið eru mjög góðar. Við erum með bókanir í hverri viku út árið. Nú þegar eru fyrsta og þriðja vika júnímánaðar fullbókaðar. Pantanir í júní 2022 eru núna 11% umfram pantanir í júní 2019,“ sagði Hjalti.

Ítarlegri umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK