Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Tíu greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær og af þeim voru sex í sóttkví en fjórir ekki. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um þróun faraldursins hér á landi sem segir að þessi tíu smit séu ekki vísbending um að faraldurinn sé að fara í uppsveiflu heldur sé um eðlilegar sveiflur á milli daga að ræða.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um deilu Reykjavíkurborgar við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga en borgaryfirvöld vilja meina að sjóðurinn skuldi borginni tæpa níu milljarða króna.

Þá verður fjallað um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og endurtalningu atkvæða í Georgíu ríki sem lauk í nótt.

Þetta og fleira í hádegisfréttum á slaginu tólf.

Klippa: Hádegisfréttir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×