Skimun á starfsfólki að mestu lokið

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Skimun á starfsfólki Landspítalans vegna kórónuveirunnar er að mestu lokið.

„Það er ekki mikið sem þarf að skima núna. Við erum eiginlega búin að því en um leið og við fáum upp smit förum við í rakningu og skimun,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.

Í gær kom fram að 22 starfsmenn Landspítala væru í einangrun og segir Anna Sigrún að eitthvað hefði fjölgað í hópnum. Hún hefur þó ekki fengið nýjustu tölur þess efnis. 

Líklegt er að bæði hún og Páll Matthíasson forstjóri losni úr sóttkví á föstudaginn og geti þá mætt aftur á Landspítalann en þau fara í aðra skimun á morgun. Þau hafa starfað að heiman síðan þau fóru í sóttkví.

Viðbragðsstjórn Landpítalans og farsóttanefnd hittast í hádeginu þar sem farið verður yfir stöðu mála, líkt og síðustu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert