Brýn þörf á innfluttu vinnuafli

Landsbankinn.
Landsbankinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kom­inn er upp skort­ur á vinnu­afli í ís­lenska hag­kerf­inu enn einu sinni og ljóst er að enn einu sinni er ekki hægt að manna öll störf nema með inn­fluttu vinnu­afli.

Íslend­ing­um fjölg­ar ekki nógu mikið til þess að geta fyllt upp í þörf­ina sem ný störf skapa og er­lent vinnu­afl verður því sí­fellt mik­il­væg­ara, að því er kem­ur fram í Hag­sjá Lands­bank­ans.

Er­lend­um rík­is­borg­ur­um fjölgað um 160%

Á ár­un­um 2010 til 2013 voru er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar inn­an við 7% af íbúa­fjölda hér á landi. Í ár eru þeir um 15%. Frá ár­inu 2010 hef­ur ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um fjölgað um 8,4% á meðan er­lend­um rík­is­borg­ur­um hef­ur fjölgað um 160%.

Er­lend­um rík­is­borg­ur­um tók að fjölga hér á landi 2012. Á næstu árum fram til 2017 jókst fjölg­un aðfluttra um­fram brott­flutta mikið en eft­ir þá fjölg­un dró aðeins úr 2018 og 2019.

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn og sam­drátt­ur hafði greini­lega áhrif á flutn­inga á ár­inu 2020. Þrátt fyr­ir það fjölgaði er­lend­um rík­is­borg­ur­um það ár. Fjölg­un­in jókst aft­ur árið 2021 og nú á fyrsta árs­fjórðungi 2022 var fjölg­un­in álíka og á ár­inu 2019.

Á ár­inu 2005 voru 20 til 59 ára inn­flytj­end­ur 7% af fjölda starf­andi á vinnu­markaði hér á landi. Núna á fyrsta árs­fjórðungi 2022 var hlutallið 22,3% og hef­ur aldrei verið hærra. Hlut­fall inn­flytj­enda fór und­ir 20% á ár­inu 2021 en hef­ur nú náð fyrri stöðu.

Þörf á er­lendu há­skóla­menntuðu fólki

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins telja að flytja þurfi inn 12 þúsund starfs­menn á næstu fjór­um árum. Störf­um muni fjölga um 15 þúsund á ár­un­um 2022 til 2025 en inn­lendu fólki á starfs­aldri fjölgi ein­ung­is um þrjú þúsund. Gangi þetta eft­ir, sem allt bend­ir til, yrði hlut­fall inn­flytj­enda af starf­andi fólki komið yfir 27% á ár­inu 2025, að því er seg­ir í Hag­sjánni. 

Fram til þessa hef­ur starfs­fólk úr röðum inn­flytj­enda einkum verið ófag­lært. Bent hef­ur verið á að á næstu árum verði ekki síður skort­ur á há­skóla­menntuðu fólki. Í því sam­bandi þurfi laða er­lent há­skóla­menntað starfs­fólk til lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert