Alexander hafði betur í toppslag Íslendinganna

Alexander Petersson.
Alexander Petersson. AFP

Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Flensburg sem vann 32:29-útisigur á Magdeburg og endurheimti toppsætið í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag.

Magdeburg var ekki búið að tapa í síðustu 14 deildarleikjum sínum eða síðan á síðasta ári en gestirnir voru sterkari á lokakaflanum í dag. Með sigrinum tókst Flensburg að komast aftur á toppinn og hefur þar 36 stig en Kiel er í öðru sæti með 35 stig og Magdeburg í þriðja með 34 stig.

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur heimamanna með sjö mörk, þar af þrjú úr vítum, en Gísli Þorgeir Kristjánsson er frá keppni vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert