Heldur Sonic the Hedgehog tónleika

Steve Aoki heldur Sonic the Hedgehog tónleika.
Steve Aoki heldur Sonic the Hedgehog tónleika. Skjáskot/VGC

Plötusnúðurinn Steve Aoki hefur samstarf við Sega til þess að koma á rafrænum tónleikum til fögnuðar Sonic the Hedgehog persónunnar.

Spilað tónlist úr Sonic

Tónleikarnir standa yfir í eina klukkustund og fara fram á þriðjudagskvöldið þann 30. nóvember klukkan átta á staðartíma. Hægt verður að fylgjast með streyminu í gegnum opinberu Sonic the Hedgehog YouTube- rásina sem og Twitch- rásina.

Mun Aoki spila fyrir áhorfendur tónlist frá honum sjálfum og eins tónlist úr Sonic tölvuleikjum, allt frá upprunalega tölvuleiksins til nýrra leikja sem öll eru endurgerð af Aoki.

Sonic veröldin í beinni

Aoki sjálfur mun spila í grænskjás-umhverfi sem breytt verður í allskonar umhverfi frá Sonic veröldinni svo áhorfendur fá einstaka Sonic- tónleikaupplifun.

Í myndbandi frá VGC skýrir Aoki frá því að hann hafi ávallt verið aðdáandi Sonic og sé því spenntur að halda þessa tónleika. Eins er skoðað á bakvið tjöldin á þessum rafrænu tónleikum.

Aftur í tíman

„Uppáhalds lagið mitt frá Sonic the Hedgehog er klárlega Stardust Speedway, þessvegna endurgerði ég það. Þegar ég heyri það, þá tekur það mig aftur í tímann þegar ég var barn að spila tölvuleikinn,“ segir Aoki í myndbandinu en það má horfa á hér fyrir neðan.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert