Lögðu hald á tvö tonn af kókaíni

Kókaín og fleiri fíkniefni. Myndin er úr safni.
Kókaín og fleiri fíkniefni. Myndin er úr safni. AFP

Bresk lögregluyfirvöld lögðu í vikunni hald á meira en tvö tonn af kókaíni á lúxussnekkju sem staðsett var við suðurströnd Englands. Sex hafa verið handtekin vegna málsins en virði kókaínsins er metið á um 160 milljónir punda eða það sem nemur tæpum 30 milljörðum íslenskra króna. 

Snekkjan var á leið frá karabíska hafinu. Fimm þeirra sem voru handtekin eru frá Nígeríu en einn frá Bretlandi.

„Það er enginn vafi á því að þessi fíkniefni hafi verið ætluð til sölu víða um Bretland,“ sagði Matt Horne, yfirmaður bresku löggæslustofnunarinnar (NCA). „Aðgerðin mun leggja stein í götu skipulagðra glæpagengja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert