Fótbolti

Pep segir að Koeman eiga skilið annað tímabil

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronald Koemann fær reisupassann.
Ronald Koemann fær reisupassann. Pedro Salado/Getty

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Ronald Koeman, kollegi sinn hjá Barcelona, eigi skilið aðra leiktíð sem stjóri liðsins.

Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur staðfest að Koeman verði áfram sem þjálfari liðsins og Guardiola segir að hann eigi það skilið.

„Þetta hefur verið erfitt fyrir ölöl ilð. Koeman á skilið eitt ár til viðbótar með stuðningsmenn á leikjunum,“ sagði Pep samkvæmt Sport.

„Barcelona spilaði vel í La Liga, unnu bikarinn og spiluðu einn besta fótboltann á Spáni í leikkerfinu 3-4-3 og stundum með fimm í vörninni.“

„Ég talaði við Laporta og hann var mjög viss um að ákvörðunin væri staðfest varðandi Koeman,“ sagði Guardiola.

Koeman hefur þjálfað Barcelona í eitt ár en þar áður var hann þjálfari hollenska landsliðsins.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×