McLaren opnar rafíþróttaaðstöðu í Bretlandi

McLaren í Formúlu 1.
McLaren í Formúlu 1. AFP

Breska akstursíþróttateymi McLaren Racing hefur opnað aðstöðu fyrir rafíþróttalið sín, en mun aðstaðan bera nafnið McLaren Shadow Studio. Aðstaðan er staðsett í McLaren Technology Centre í Woking í Bretlandi. Í nýju aðstöðunni geta leikmenn æft og keppt, ásamt því að sendiherrar liðsins geta framleitt afþreyingarefni.

Opna aðstöðuna í samstarfi við stór fyrirtæki

McLaren Shadow er nafn keppnisliðsins, en það er knúið áfram af McLaren og Team Redline. Aðstaðan er afrakstur samstafs McLaren Shadow og nokkurra fyrirtækja, m.a. Alienware, Splunk, Logitech G, Tezos og QNTMPAY.

McLaren Shadow Studio samstendur af búnaði frá samstarfsaðilum sem styðja við bakið á liðinu. Þar eru Aurora R10 PC tölvur og sveigðir skjáir frá Alienware. Einnig má þar finna búnað frá Dell Technologies ásamt öðrum fyrirferðamiklum vörumerkjum.

Vilja skuldbinda sig enn frekar

Lið McLaren segist hlakka til að æfa og keppa í aðstöðunni, og sé tilbúið að hefja næsta kafla sem vonandi tekur þau á hærri pall. Með opnun aðstöðunnar vilja þau sýna fram á frekari skuldbindingu sína í rafíþróttum.

Rafíþróttalið McLaren var stofnað árið 2017 og hefur verið virkt síðan. Þeir tefla fram liðinu McLaren Shadow í leiknum F1, eða Formúlu 1, og hefur gengið misvel. McLaren segir áhuga þeirra á stofnun rafíþróttaliðs hafa kviknað vegna beinnar tengingar milli raunverulegs kappaksturs og rafræns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert