Allir dagar eru áskorun

Breiðablik er Íslandsmeistari í kvennaflokki eftir að keppni var hætt …
Breiðablik er Íslandsmeistari í kvennaflokki eftir að keppni var hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu í lok október. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og íþróttamálaráðherra, segir að málefni íþróttafólks á Íslandi séu rædd af miklum þunga og alvöru við ríkisstjórnarborðið.

Mikil óánægja er innan íþróttahreyfingarinnar vegna æfinga- og keppnisbanns yfirvalda en afreksíþróttafólk hér á landi hefur kallað eftir því að fá að æfa sína íþrótt.

Þá hafa stór nöfn innan íþróttahreyfingarinnar gagnrýnt sóttvarnayfirvöld harðlega fyrir aðgerðir þeirra í garð afreksíþróttafólks.

„Ég er í daglegu sambandi við forystufólk íþróttahreyfingarinnar og hver einasti dagur er áskorun, svo við segjum það bara eins og það er,“ sagði Lilja í samtali við Morgunblaðið.

Við gerum okkur öll grein fyrir því að þetta æfingabann hefur ekki góð áhrif á afreksíþróttafólkið okkar. Afreksfólkið er mjög drífandi og unga fólkið lítur upp til þess og markmið ungra íþróttamanna er að æfa með þeim bestu í meistaraflokkum félaganna. Þetta snýst þess vegna um alla íþróttahreyfinguna en að sama skapi höfum við heldur aldrei upplifað svona faraldur áður. Baráttan er fyrst og fremst við kórónuveiruna, ekki sóttvarnalækni eða þá sem eru ekki að einbeita sér að afreksstarfinu.“

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert