Huga þurfi að Suðurstrandarvegi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Þor­vald­ur Þórðar­son, eld­fjalla­fræðing­ur við Há­skóla Íslands, spá­ir því að hraunið leiti úr Mera­döl­um í kring­um 22. júlí. Eigi hraunið þá í fram­hald­inu nokkuð greiða leið niður að Suður­strand­ar­vegi.

    „Um leið og það er komið út úr Mera­döl­um þá þurf­um við að hafa meiri áhyggj­ur af Suður­strand­ar­vegi. Það er ekk­ert tryggt að það fari þá leið, en full ástæða að skoða málið af fullri al­vöru þá.“

    Hálfdrætt­ing­ur á við síðasta gos

    Til þess að átta sig á stærð goss­ins þá seg­ir Þor­vald­ur um 5 millj­ón­ir rúm­metra af þéttu bergi vera komið úr jörðu. Til sam­an­b­urðar hafi gosið 2022 komið upp með um 11 millj­ón­ir rúm­metra en gosið 2021 um 100 millj­ón­ir rúm­metra. Því telst stærð goss­ins nú aðeins um 1/​20 goss­ins 2021.

    „Við vit­um alls ekki lok­aniður­stöðuna. Gosið 2022 var minna en 2021 ein­fald­lega af því að það stóð skem­ur. Það stóð í tæp­ar 3 vik­ur en hitt gosið stóð í sex mánuði. Ef gosið hætt­ir á morg­un þá verður það minnsta af þess­um þrem­ur en ef það stend­ur í fjór­ar vik­ur, þá er það næst­stærst, ræðst al­veg eft­ir því hversu lengi það var­ir.“

    Gos­lok ekki í aug­sýn

    Þor­vald­ur er alls ekki að spá nein­um gos­lok­um, seg­ir það geta staðið vik­ur eða jafn­vel mánuði í viðbót.

    „Pok­inn sem myndaði aflið í byrj­un, sem myndaðist við Litla-Hrút, hef­ur aldrei tæmst. Það var tekið hratt mikið rúm­mál úr hon­um, en svo nær hann að fylla sig aft­ur. Jafn­vægi milli inn­flæðis og út­flæðis er nokk­urn veg­inn það sama. Það er búið að opna lás, sem er op­inn svo lengi sem það er ein­hver kvika er til að setja upp í gegn­um hana. Það hef­ur alla burði til að malla leng­ur.“

    Vindátt hef­ur áhrif á höfuðborg­ar­svæðið

    Þor­vald­ur hef­ur líka áhyggj­ur af gróðureld­um. Hann seg­ir flest brunnið sem geti brunnið ná­lægt gosstöðvun­um sjálf­um en hraun geti runnið yfir óbrunnið svæði og kveikt frek­ari elda. Slett­urn­ar úr hraun­inu fari ekki nema 100-200 metra leið, þannig að þær eiga ekki að kveikja frek­ari elda.

    „Eins má huga að því ef vindátt breyt­ist. Ef það kem­ur sterk sunna­nátt, þá eru eld­arn­ir ekki að fara yfir göngu­leiðina held­ur í átt­ina að höfuðborg­ar­svæðinu, með meðfylgj­andi meng­un og óþæg­ind­um sem ber­ast þangað.“

    Hann seg­ir eld­ana illa viður­eign­ar, þeir geti brunnið ofan í jörðu og fest sig í rót­um. Sömu­leiðis geta eld­ar bar­ist á móti vindi.

    „Eld­arn­ir eru vond­ir fyr­ir gróðurþekj­una á svæðinu. Það hef­ur tekið hana lang­an tíma að mynd­ast, ekki örfá ár held­ur ár­hundruð eða árþúsund­ir. Hún held­ur ryki og öðru niðri líka og fok verður meira ef gróður­inn er ekki til að halda öllu sam­an,“ seg­ir Þor­vald­ur að lok­um.

    Eldgos við Litla-Hrút
    Eld­gos við Litla-Hrút mbl.is/Á​rni Sæ­berg
    Þorvaldur spáir hraunrennsli úr Merardölum eftir fimm daga.
    Þor­vald­ur spá­ir hraun­rennsli úr Mer­ar­döl­um eft­ir fimm daga.
    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert