Viðskipti innlent

Samherji tilkynntur til lögreglu í Færeyjum

Snorri Másson skrifar
Starfsmönnum Samherja í Namibíu voru greidd laun í gegnum færeysk dótturfélög, að sögn færeyska ríkisútvarpsins.
Starfsmönnum Samherja í Namibíu voru greidd laun í gegnum færeysk dótturfélög, að sögn færeyska ríkisútvarpsins. Egill Aðalsteinsson

Færeysk skattayfirvöld hafa innheimt 17 milljónir danskra króna frá dótturfélagi íslenska útgerðarfélagsins Samherja, sem eru andvirði um 340 milljóna íslenskra króna.

TAKS, færeyski skatturinn, hefur tilkynnt dótturfélagið, sem heitir Tindhólmur, til lögreglunnar. Í færeyska ríkissjónvarpinu er ástæðan sögð sú að Samherji hafi siglt undir færeyskum fána til þess að komast hjá því að greiða skatta af starfsemi sinni í Namibíu.

Í frétt Kringvarpsins segir að lögreglustjóri í Færeyjum staðfesti að málið sé komið á hans borð.

Jóhannes Stefánsson er tekinn tali í Kringvarpinu og segir hann að færeyskt dótturfélag Samherja hafi tekið við millifærslum upp á hálfa milljón Bandaríkjadala á árunum 2016 og 2017. Tilgangurinn hafi verið að greiða starfsmönnum félagsins í Namibíu laun, en í gegnum færeyska félagið.

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.Vísir/Vilhelm




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×