Slydduél ætti ekki að koma á óvart

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nú er lægð stödd fyrir vestan land og hreyfist hún lítið sem ekkert í dag og á morgun,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Lægðin beinir suðlægri átt til landsins og verður víða á bilinu 5-10 m/s með skúrum.

„Loftmassinn yfir landinu er svalur og óstöðugur og því ætti ekki að koma að óvart þó sumir skúrirnir verði á formi slydduélja, þ.e. að það sjáist hvítt með í úrkomunni.“

Á norðaustanverðu landinu ætti þó að að vera þurrt og bjartir kaflar á þeim slóðum.

Hiti verður á bilinu 4 til 10 stig yfir daginn.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert