Fór oft heim að grenja

„Ég fékk mikla gagnrýni sem landsliðsmaður og ég held að ég hafi sjaldan fengið hrós,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karla í fótbolta í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Arnar Þór lék 52 A-landsleiki fyrir Ísland en þrátt fyrir að spila sem miðjumaður með félagsliðum sínum lék hann iðulega sem bakvörður með íslenska karlalandsliðinu.

„Gagnrýnin sem maður fékk særði mann klárlega, því maður var að koma í landsliðið til þess að gera sitt besta sem íþróttamaður,“ sagði Arnar Þór.

„Enn þann dag í dag eru einhverjir í landsliðinu sem fá meiri gagnrýni en aðrir og það verður held ég alltaf þannig,“ bætti Arnar við.  

Viðtalið við Arnar Þór í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert