fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sýn stefnir Jóni Einari og krefst refsingar – Hefur selt Íslendingum á Spáni aðgang að læstri sjónvarpsdagskrá

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. maí 2023 10:23

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækið Sýn, sem meðal annars rekur Stöð 2 og Stöð 2 sport, hefur stefnt Jóni Einari Eysteinssyni, manni á sextugsaldri sem er með skráð lögheimili í Mosfellsbæ en býr á ótilgreindum stað á Spáni, fyrir að selja fólki með ólöglegum hætti aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsdagskrá fyrirtækisins.

Stefnan er birt í Lögbirtingablaðinu í dag þar sem ekki hefur tekist að hafa uppi á Jóni Einari. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar, að hann veiti upplýsingar um fjölda þeirra sem hann hefur veitt ólögmætan aðgang að sjónvarpsstöðvunum, að bótaskylda hans gagnvart Sýn verði viðurkennd, að allur tæknibúnaður hans sem hann hefur nýtt til starfseminnar verði gerður upptækur og að Jón Einar verði dæmdur til að greiða Sýn málskostnað.

Jón Einar hefur, samkvæmt stefnunni, selt fólki aðgang að sjónvarpsefni Sýnar í gegnum veituna www.iptv-ice.com. Hefur hann auglýst þjónustuna með ýmsum hætti, meðal annars í gegnum Facebook-hópa Íslendinga á Spáni. Athygli Sýnar á háttsemi Jóns Einars var vakin með tölvupósti sem einn viðskiptavina hans sendi Sýn. Sá sagðist ekki hafa vitað að um ólöglega starfsemi væri að ræða enda hefði hann greitt 37 þúsund krónur fyrir þjónustuna. Síðan segir í stefnunni:

„Í kjölfar þessara samskipta hófst stefnandi handa að skoða málið og kom þá í ljós að stefndi virðist hafa stundað hina ólögmætu háttsemi um töluvert langan tíma eða allt frá 16. desember 2021 skv. auglýsingu á Facebook-síðu stefnda sbr. dskj. 4. Þar auglýsir hann vefsíðuna www.iptv-ice.com, sem hann er í forsvari fyrir, símann 354-773-3313 og netfangið bestiptv66@gmail.com. Framangreinda vefsíðu notar stefndi til þess að veita viðskiptavinum sínum umræddan aðgang en lénið var skráð þann 4. október 2021 samkvæmt upplýsingum um skráningu léna.

Við nánari skoðun stefnanda kom í ljós að stefndi hefur markaðssett hina ólögmætu þjónustu sína með ýmsum hætti, m.a. opinberlega með dreifibréfum sem og á Facebook innan ýmissa hópa og spjallþráðum samskiptamiðilsins. Sem dæmi má nefna hópa inni á Facebook sem nefnast „golfspjallið“ og „Íslendingar á Spáni“, sem hvor um sig telja mörg þúsund meðlimi sbr. dskj. 5- 9.

Í þessum gögnum kemur fram umræða um framangreinda ólögmæta háttsemi stefnda og lýsingu hans sjálfs á háttseminni. Ítrekað kemur fram hvernig stefndi veitir hina ólögmætu þjónustu í gegnum framangreinda vefsíðu og með umræddu símanúmeri og netfangi.  T.a.m. lýsir stefndi því sjálfur að ekki þurfi að greiða sérstaklega fyrir íslensku stöðvarnar, sbr. dskj. 9.“

Sýn segir að Jón Einar hafi valdið efnishöfundum, íslenskum og erlendum sjónvarpsstöðvum og öðrum rétthöfum verkanna verulegum fjárhagslegum skaða með ólöglegu framferði sínu en hann hafi framið skýlaust brot gegn höfundarréttarlögum.

Kallaður fyrir dóm

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 29. júní næstkomandi. Er skorað á Jón Einar að mæta fyrir dóm og svara til saka. Ef hann mætir ekki dómsal má hann búast við að útivistar dómur gangi í málinu. Sem fyrr segir býr Jón Einar á ótilgreindum stað á Spáni og ekki hefur tekist að hafa upp á honum til að birta honum stefnuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“