SeaShuttle verkefnið, sem flutningafyrirtækið Samskip og vélfærafræðifyrirtækið Ocean Infinity leiða, hefur fengið fjármögnun upp á 150 milljónir norskra króna, eða sem nemur tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Fjármögnunin kemur frá ENOVA, sem er í eigu loftslags- og umhverfisráðuneytis Noregs, en hlutverk þess er að styðja orkuskiptin og tækni sem byggir á sjálfbærri orku.

SeaShuttle er framtíðarsýn um gerð tveggja vetnisknúinna gámaskipa sem búin eru undir sjálfvirkni til afhendingar fyrir árið 2025. SeaShuttle gámaskipin verða hvort um sig verður knúin með 3,2MW vetnisefnarafal og sigla útblásturslaust milli Ósló og Rotterdam.

Samstarf Samskipa og Ocean Infinity, sem fyrst var greint frá á Nor-Shipping 2022 ráðstefnunni í Ósló í apríl, nær jafnt til smíði og reksturs skipanna. Markmiðið er að til verði skilvirkir og öruggir fjölþátta flutningsmátar sem lausir verði við mengandi útblástur, að því er kemur fram í tilkynningu.

Are Gråthen, forstjóri Samskipa í Noregi, segir í tilkynningunni að SeaShuttle verkefnið styðji við skuldbindingar COP26 Clydebankyfirlýsingarinnar og búi til eina af fyrstu „grænu tengingum“ Evrópu sem séu lausar við útblástur. Hann bætir við

Christoffer Jorgenvag, viðskiptastjóri Ocean Infinity, segir að um leið og tækni fyrirtækisins geri grænar tengingar kleifar styðji hún víðtækari umbreytingu og kolefnishlutleysi í sjávartengdri starfsemi.

Are Gråthen, forstjóri Samskipa í Noregi:

„Hjá Samskipum tökum við stolt að okkur forystuhlutverk í SeaShuttle brautryðjendaverkefninu, sem er hluti af stefnu fyrirtækisins um að gera græna flutninga auðvelda. Með fjármögnuninni er lagður grunnur að því að gera útblásturslausa gámaflutninga að veruleika. Samskip og Ocean Infinity munu einnig hraða þróun sinni á sjálfvirkni í skipaflutningunum og á fjarstýringu bæði skipa og flutningsbúnaðar. Skipin eru fyrsti hluti spennandi samstarfs við Ocean Infinity.“

Christoffer Jorgenvag, viðskiptastjóri Ocean Infinity:

„Núna er áherslan á SeaShuttle skipin, sem eru bara hluti af heildarstefnu Ocean Infinity um að leysa úr læðingi nýsköpun sem búi til raunverulega sjálfbæra siglingastarfsemi. Við þökkum Enova stuðninginn við framtíðarsýn okkar. Hann undirstrikar eindregna trú á tímamótanálgun okkar og tryggir að við getum haldið áfram á fullum hraða við að koma verkefninu til skila.“

Kari-Pekka Laaksonen, forstjóri samstæðu Samskipa:

„SeaShuttle verkefnið er stórt skref í vegferð Samskipa í átt að útblásturslausum flutningum. Við sjáum fyrir okkur að þetta samspil vetnis, tækni og framkvæmdar geri kostnað við útblásturslausa skipaflutninga samkeppnishæfan við núverandi lausnir.“