Dagný Rún var hetja Víkings

Dagný Rún Pétursdóttir með boltann í leiknum gegn Fjölni en …
Dagný Rún Pétursdóttir með boltann í leiknum gegn Fjölni en Ásta Sigrún Friðriksdóttir og Laila Þóroddsdóttir sækja að henni. Ljósmynd/Óðinn

Dagný Rún Pétursdóttir reyndist hetja Víkings úr Reykjavík þegar liðið fékk Fjölni í heimsókn í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Víkingsvöll í Fossvogi í kvöld.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Víkinga en Nadía Atladóttir, sem mætti sínum gömlu liðsfélögum í Fjölni, lagði upp sigurmark leiksins fyrir Dagnýju á 22. mínútu.

Fjölniskonur fengu tækifæri til þess að jafna metin þegar liðið fékk vítaspyrnu á 81. mínútu en Hlín Heiðarsdóttir skaut í þverslána og yfir.

Víkingar eru með 18 stig í sjöunda sæti deildarinnar og öruggar með sæti sitt í deildinni á næstu leiktíð.

Vandræði Fjölnis halda áfram en liðið er með 7 stig í níunda og næstneðsta sætinu, 6 stigum frá öruggu sæti, þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu.

Nadía Atladóttir á fullri ferð í leiknum í kvöld en …
Nadía Atladóttir á fullri ferð í leiknum í kvöld en hún lagði upp sigurmark Víkings. Ljósmynd/Óðinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert