Fyrirliðinn með veiruna

Sergio Busquets er með kórónuveiruna.
Sergio Busquets er með kórónuveiruna. AFP

Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins í knattspyrnu, greindist með kórónuveiruna í gær og verður vináttulandsleikur Spánverja og Litháen, sem fara átti fram á morgun í Leganés, því með breyttu sniði.

Allir leikmenn aðalliðs Spánverja eru komnir í sóttkví og því munu leikmenn U21-árs landsliðs Spánar taka þátt í verkefninu.

Busquets var hins vegar eini leikmaður spænska liðsins sem reyndist smitaður af veirunni, en aðrir leikmenn liðsins fengu neikvætt út úr sínum prófum.

Spánverjar eru því bjartsýnir á að geta hafið leik á EM með fullskipað lið en Spánn mætir Svíþjóð 14. júní í Sevilla í fyrsta leik sínum á mótinu.

Spánverjar leika í E-riðli lokakeppninnar ásamt Svíþjóð, Póllandi og Slóvakíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert