Á fimmta hundrað kandídatar brautskrást

Frá hefðbundinni brautskráningu við háskólann.
Frá hefðbundinni brautskráningu við háskólann. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson.

Vel á fimmta hundrað kandídatar verða brautskráðir frá Háskóla Íslands úr grunn- og framhaldsnámi í dag. Brautskráningin verður með óvenjulegu sniði að þessu sinni vegna samkomutakmarkana. Kandídötum verður boðið að sækja prófskírteini sín í Háskólabíó. 

Afhendingu prófskírteina verður skipt upp eftir fræðasviðum. Verkfræði- og náttúruvísindasvið ríður á vaðið kl. 10-11, hugvísindasvið kemur þar á eftir kl. 11-12, heilbrigðisvísindasvið og menntavísindasvið kl. 12-13 og loks verða prófskírteini frá félagsvísindasviði afhent kl. 13-14.

Alls brautskrást 467 kandídatar með 468 gráður frá háskólanum í dag, 203 úr grunnnámi og 264 úr framhaldsnámi. Frá félagsvísindasviði skólans brautskráist 151 kandídat, 63 frá heilbrigðisvísindasviði, 87 frá hugvísindasviði, 105 frá menntavísindasviði og 61 frá verkfræði- og náttúruvísindasviði. Í brautskráningarhópnum eru 327 konur og 140 karlar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert