Magnaður Ómar hafði mikil áhrif á toppbaráttuna

Ómar Ingi Magnússon hefur farið á kostum í vetur.
Ómar Ingi Magnússon hefur farið á kostum í vetur. AFP

Magdeburg vann afar sterkan 34:33-heimasigur á Kiel í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Flensborg er komið með frumkvæðið í titilbaráttunni. 

Ómar Ingi Magnússon átti enn og aftur stórgóðan leik fyrir Magdeburg og var markahæstur með átta mörk. Hann lagði auk þess upp átta til viðbótar og átti því beinan þátt í tæplega helmingi marka Magdeburg. 

Ómar er næstmarkahæstur í deildinni með 234 mörk en Marcel Schiller hjá Göppingen er markahæstur með 240 mörk. Viggó Kristjánsson er í fjórða sæti með 201 mark og Bjarki Már Elísson með 199 mörk í 5. sæti. 

Flensburg er í toppsætinu með 60 stig eftir 33 leiki, Kiel í öðru sæti með 59 stig og Magdeburg í þriðja sæti með 46 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert