PSG hefur ekki áhuga á Bruno Guimaraes - Slot flytur inn þar sem Klopp býr - Bayern í viðræðum við Flick - Reus eftirsóttur utan Evrópu
   mán 26. september 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Vopnaðir Þjóðverjar réðust á Englendinga
Þýsku áhorfendurnir voru sem betur fer (fyrir þá) ekki með vesen þegar þeir kíktu til Íslands.
Þýsku áhorfendurnir voru sem betur fer (fyrir þá) ekki með vesen þegar þeir kíktu til Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA

Fólskuleg árás 50 til 100 Þjóðverja á saklausa Englendinga á bar við Wembley hefur vakið óhug.


Atvikið átti sér stað fyrir viðureign Englands og Þýskalands í Þjóðadeildinni sem lauk með 3-3 jafntefli í kvöld.

Hópur Þjóðverja sem ferðuðust til Englands til að horfa á landsliðið sitt spila fótbolta voru ekki bara mættir til að vera áhorfendur. Þeir vopnuðu sig, klæddust lambhúshettum og réðust svo inn í Green Man barinn.

Á barnum sátu sárasaklausir Englendingar sem þýsku bullurnar lömdu í stöppu í góðar fimm mínútur áður en lögreglu bar að garði.

„Þjóðverjarnir voru að berja alla inni á barnum í fimm mínútur áður en lögreglan stöðvaði átökin. Það voru rúmlega 50 manns sem mættu bakdyramegin, klæddir lambhúshettum og með enska landsliðstrefla," sagði Luke Robinson, sjónarvottur sem ræddi við Express.

„Þeir skildu marga eftir í sárum sínum. Fólk lá eftir á jörðinni þakið blóði og einhverjir voru meðvitundarlausir. Þá gáfu þeir 13 ára stráki blóðnasir."

Green Man barinn er helsti stuðningsmannabarinn fyrir enska landsliðið.

„Ég kem alltaf á þennan bar fyrir heimaleiki en hef aldrei séð neitt í líkingu við þetta áður. Við vorum þarna þegar England spilaði við Þýskaland á EM og svo þegar úrslitaleikurinn var gegn Ítalíu en ofbeldið þar var ekki í líkingu við það sem við upplifðum í dag."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner