Ekið á gangandi vegfaranda

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ekið var á gangandi vegfarandi í Hlíðarbergi á sjöunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þá segir lögreglan að þarna hafi skort endurskinsmerki hjá vegfarandanum gangandi en ökumaðurinn kvaðst ekki hafa séð manninn fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni. Mjög slæm birtuskilyrði og veðuraðstæður voru á vettvangi, segir lögregla ennfremur.

Fram kemur í dagbók lögreglu að rétt fyrir kl. 15 í dag hafi verið tilkynnt um umferðarslys á Arnarnesvegi í Garðabæ. Þar varð að draga tvær bifreiðar af vettvangi og flytja einn einstakling á slysadeild til skoðunar vegna minniháttar eymsla.

Skömmu síðar á fjórða tímanum varð árekstur á Reykjanesbraut við Kaldárselsveg. Ástæðuna má m.a. rekja til skyndilegrar bilunar í annarri bifreiðinni að sögn lögreglu. Ökumaður bifreiðarinnar sem ekið var á eftir náði ekki að stöðva bifreiðina í tæka tíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert