Körfubolti

Martin með góða innkomu er Valencia komst aftur á sigurbraut

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Hermannsson er hægt og rólega að koma til baka eftir erfið meiðsli.
Martin Hermannsson er hægt og rólega að koma til baka eftir erfið meiðsli. Sonia Canada/Getty Images

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson er loksins farinn að spila körfubolta á ný eftir löng og erfið meiðsli. Hann skoraði sjö stig fyrir Valencia er liðið vann nauman tveggja stiga sigur gegn Fenerbache í Evrópudeildinni í kvöld, 82-80.

Martin er hægt og rólega að koma sér aftur af stað eftir meiðslin og hann kom ekkert við sögu lengi vel í leiknum.

Hann lék þó rétt tæpar sex mínútur um miðbik leiksins og skilaði á þeim stutta tíma sjö stigum og einni stoðsendingu.

Gengi Valnecia í Evrópudeildinni undanfarnar vikur hefur ekki verið gott og liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Sigurinn í kvöld var því kærkominn og Valencia situr nú í tíunda sæti deildarinnar með 14 sigra í 29 leikjum.

Átta efstu lið Evrópudeildarinnar fara í átta liða úrslit að deildarkeppninni lokinni og Martin og félagar eru aðeins einum sigri á eftir Baskonia sem situr í áttunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×