Tíðarandinn að fá sér bjór eftir landsleik

Menningin og umgjörðin í kringum íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var öðruvísi þegar Arnar Þór Viðarsson, núverandi þjálfari liðsins, var að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu.

Ísland vann frækinn sigur gegn Tékklandi í undankeppni HM 2002 hinn 1. september 2001, en leiknum lauk með 3:1-sigri Íslands á Laugardalsvellinum.

Eyjólfur Sverrisson skoraði tvívegis fyrir Ísland í leiknum og Andri Sigþórsson eitt mark en fjórum dögum síðar steinlá íslenska liðið gegn Norður-Írlandi á Windsor Park, 3:0.

„Það var smá veisla eftir þann leik,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins, og vísaði þar til Tékkaleiksins.

„Fyllerí getur verið misjafnt enda drekka sumir tvo bjóra á meðan aðrir drekka fimm en umhverfið var líka bara þannig á þessum tíma,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar Þór í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert