Sigur Rós gefur út Hrafnagaldur Óðins

Sigur Rós árið 2008.
Sigur Rós árið 2008. Ljósmynd/Eva Vermandel

Sigur Rós hefur tilkynnt útgáfu plötunnar Hrafnagaldurs Óðins, sem er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar, tónskáldsins Hilmars Arnar Hilmarssonar og kvæðamannsins Steindórs Andersen.

Útsetningar fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveinssonar, fyrrverandi meðlims hljómsveitarinnar, og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur. Steinharpan eftir listamanninn Pál Guðmundsson gegnir einnig lykilhlutverki í verkinu.

Platan kemur út 4. desember á vegum útgáfunnar Krunk í gegnum Warner Classic. Í dag kemur út lagið Dvergmál sem er að finna á plötunni.

Verkið varð til út frá áhuga Hilmars á kafla úr eddukvæðunum sem ber heitið Hrafnagaldur Óðins, að því er segir í tilkynningu.

Hrafnagaldur Óðins var saminn að beiðni Listahátíðar í Reykjavík árið 2002 og aðeins fluttur nokkrum sinnum það sama ár. Síðan þá hefur tónverkið aðeins lifað sem hluti af sagnaheimi Sigur Rósar, í litlum myndbandsbútum sem aðdáendur þeirra hafa grafið upp á netinu.

Þessi 70 mínútna heildarútgáfa, sem tekin var upp þegar verkið var flutt í La Grande Halle de la Villette í París, dregur verkið loksins fram í dagsljósið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir