Stúlkunar höfðu farið siglandi á Þingvallaatn á uppblásnu sundlauginni og lent í basli. Þeim var hjálpað í land og hlúð að þeim en þau voru með væga ofkælingu.
Viðkomandi barnaverndaryfirvöld og foreldrar voru látnir vita af málinu og farsælum lyktum þess.
Einar Sæmundsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum tjáði fréttastofu á föstudaginn að stúlkurnar væru heppnar að vera á lífi.
„Þetta er einhver hegðun gesta sem er kannski ekki alveg í samræmi við þær hættur sem Þingvallavatn býður upp á,” sagði Einar. Þó vatnið liti út fyrir að vera saklaust – þá væri það í raun mjög hættulegt.
„Þingvallavatn er stórhættulegt vatn, hvort sem er um vetur eða sumar. Þó það sé hlýtt úti þá er Þingvallavatn bara mjög kalt vatn og menn eiga að taka það alvarlega að fara þar út í.”