Sjóbaðsaðstaða rís við Ægisíðuna

Lagt var upp með í hönnun aðstöðunnar að virða sögu …
Lagt var upp með í hönnun aðstöðunnar að virða sögu svæðisins og að hún félli vel að landslaginu. Sjávargrjóti er t.d. raðað við skúrinn. mbl.is/Hákon

Góður gangur er í framkvæmdum við nýja sjóbaðsaðstöðu við Ægisíðuna sem mun væntanlega verða tekin í notkun á næstunni. Ljóst er að aðstaðan er farin að taka á sig góða mynd en framkvæmdir hófust í nóvember.

Nýja sjóbaðsaðstaðan er við gömlu grásleppuskúrana á Ægisíðunni en búningsklefar og útisturtur munu vera til taks fyrir sjósundsáhugamenn sem njóta þess að stinga sér í kaldan sjóinn. Lagt var upp með að hanna aðstöðuna í svipuðum stíl og gömlu skúrana á svæðinu en hver getur dæmt fyrir sig hvort það hafi tekist.

Sjósund hefur vaxið gífurlega í vinsældum undanfarin ár víðs vegar um landið og er Ægisíðan engin undantekning frá því. Má því reikna með að sjósundsiðkendur í hverfinu fagni þessari nýju viðbót.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert