Þrír úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald

Rauðagerði.
Rauðagerði. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Þrír sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. Tveir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald til 17. mars en einn í vikulangt gæsluvarðhald til 10. mars. Úrskurðirnir eru allir á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Einn var úrskurðaður í fjögurra vikna farbann, eða til 31. mars. Gæsluvarðhald yfir honum rann út í dag og ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi varðhald.

Þannig eru fjórir nú enn í gæsluvarðhaldi og fimm hafa verið úrskurðaðir í farbann.

Arm­ando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. Hann var af albönskum uppruna og bjór hér með konu sinni og ungu barni. Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og er talið að morðið tengist uppgjöri undirheimamanna á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert