Nafn mannsins sem lést í bílbruna

Einar Jónsson.
Einar Jónsson. Ljósmynd/Lögreglan

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur staðfest að líkamsleifar manns sem lést í bruna í húsbíl í landi Torfastaða í Grafningi séu af Einari Jónssyni sem fæddur var þann 21. ágúst 1982.  

Einar var með lögheimili að Akraseli 5 í Reykjavík.  Hann var ókvæntur og barnlaus, að því er lögreglan greinir frá í tilkynningu.

Þar segir að krufning hafi farið fram í gær. 

„Af bráðabirgðaniðurstöðum hennar má ráða að Einar hafi látist af völdum súrefnisskorts vegna brunans í bílnum. Nú er beðið endanlegrar niðurstöðu þeirra rannsókna sem fylgja krufningunni, sem og niðurstöðu tæknideildar um eldsupptakarannsókn.  Sú vinna er tímafrek og fyrir liggur að hún muni taka einhverjar vikur.  Ekki er að vænta frekari upplýsinga frá lögreglu um rannsóknina að sinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert