Innkalla mexíkóska kjúklingasúpu vegna glerbrots

Mexíkósk kjúklingasúpa merkt Krónunni hefur verið innkölluð vegna glerbrots.
Mexíkósk kjúklingasúpa merkt Krónunni hefur verið innkölluð vegna glerbrots.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar og IMF ehf. hafa innkallað mexíkóska kjúklingasúpu í eins lítra umbúðum sem merkt er Krónunni vegna glerbrots sem fannst.

Í innköllun sem heilbrigðiseftirlitið sendi frá sér kemur fram að um sé að ræða súpur með framleiðsludag 6.11.2020 og að best fyrir dagsetning sé 06.03.2021. Varan var seld í verslunum Krónunnar.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert