Húsleitir gerðar á heimilum embættismanna

Upp­stokk­un hef­ur verið boðuð inn­an rík­is­stjórn­ar Úkraínu.
Upp­stokk­un hef­ur verið boðuð inn­an rík­is­stjórn­ar Úkraínu. AFP/Sergei Supinsky

Úkraínsk yfirvöld eru að herða tökin á spillingarmálum háttsettra embættismanna landsins. Húsleitir hafa verið framkvæmdar hjá fyrrverandi innanríkiráðherra, ólígörkum og á skrifstofu skattsins í Kænugarði. 

David Arakhamia, formaður Þjóns fólksins sem er flokkur Volodimír Selenskí forseta, sagði að leitað hafi verið á heimili ólígarkans, Igor Kolomojskí, og á heimili fyrrverandi innanríkisáðherrans, Arsen Avakov. Kolomojskí er einn ríkasti maður Úkraínu. 

Þá var framkvæmd leit á skrifstofu skattsins og tollvörðum sagt upp störfum. 

„Þetta land mun breytast á meðan stríðið stendur yfir. Ef það er einhver sem er ekki tilbúin í breytingar, þá mun ríkið sjálft aðstoða þá við breytingarnar,“ sagði Arkhamia á samfélagsmiðlum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert