Ísland áfram í grænum lit

Farþegaþotur SAS á Gardermoen-flugvellinum utan við höfuðborgina Ósló.
Farþegaþotur SAS á Gardermoen-flugvellinum utan við höfuðborgina Ósló. AFP

Ísland verður áfram grænt á lista norskra stjórnvalda yfir ferðatakmarkanir fólks á leið til Noregs. Þetta varð ljóst rétt í þessu eftir að yfirvöld í Ósló kynntu nýjasta lista sinn, sem gert er einu sinni í hverri viku.

Frá þessu greinir vefmiðill VG.

Tak­mark­an­ir á landa­mær­um Nor­egs ná til óbólu­settra og þeirra sem hafa fengið einn skammt bólu­efn­is en eru ekki full­bólu­sett­ir.

Horft er til fjölda greindra smita á hverja hundrað þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, og meðaltal jákvæðra veirusýna af heildarfjölda sýna á sama tímabili.

Eins og mbl.is greindi frá í gær var talið líklegt að Ísland yrði appelsínugult á þessum nýjasta lista. Af því varð þó ekki.

Öll Danmörk appelsínugul

Hvað önnur lönd varðar má nefna að Spánn, Krít og Baleareyjar eru nú dökkrauð svæði að mati norskra stjórnvalda. Þegar var Holland metið dökkrautt sömuleiðis.

Öll Danmörk færist þá á appelsínugult stig, sem þýðir að fólk sem ferðast þaðan til Noregs þarf að hafa í för með sér neikvætt próf og svo gangast undir sóttkví við komuna.

Aðra hverja viku gera stjórn­völd breyt­ing­ar sem fela í sér að opna á fleiri lönd og aðra hverja viku eru kynnt­ar breyt­ing­ar um tak­mark­an­ir á ferðalög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert