Einn frægasti umboðsmaðurinn á gjörgæslu

Mino Raiola er þekkt nafn í knattspyrnuheiminum.
Mino Raiola er þekkt nafn í knattspyrnuheiminum. AFP

Umboðsmaðurinn Mino Raiola dvelur nú á gjörgæslu á ítalska sjúkrahúsinu San Raffaele í Mílanó. Það er Sportsmail sem greinir frá þessu.

Raiola er eitt þekktasta nafnið í knattspyrnuheiminum en hann er umboðsmaður leikmanna á borð við Paul Pogba, Zlatan Ibrahimovic og Erling Braut Haaland.

Umboðsmaðurinn, sem er 54 ára gamall, var lagður inn á gjörgæslu á miðvikudaginn síðasta en hann var fyrst lagður inn fyrir níu dögum síðan vegna lungnabólgu.

Alls er Raiola með hátt í 80 knattspyrnumenn á sínum snærum en bæði Pogba og Haaland hafa verið orðaður við brottför frá sínum félagsliðum að undanförnu.

Pogba er samningbundinn Manchester United á Englandi og Haaland er á mála hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi en ljóst er að það mun lítið gerast í félagaskiptamálum leikmannanna á meðan Raiola dvelur á spítala í Mílanó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert