Kjúklingur stelur senu leikmanns

Halo Infinite.
Halo Infinite. Grafík/343 Industries/Halo Infinite

Tölvuleikurinn Halo Infinite var gefinn snemma út og eru leikmenn að missa sig í gleðinni en þeir hafa verið að safna saman allskonar myndböndum og streymum úr leiknum.

Villt dýr á ferð

Leikmaðurinn DimberZ birti stiklu á Twitter aðganginn sinn þar sem hann rekst á ákveðið dýr innanleikjar en nokkur kort innanleikjar innihalda villt dýrt og þar má til dæmis finna kjúklinga sem rölta um kortin, svipað og í Counter-Strike.

Einn af þessum kjúklingum stal senunni svo sannarlega frá DimberZ og náði DimberZ því á myndband sem hægt er að horfa á hér að neðan.


 

Rambar inn í senuna

Eins og sést í myndbandinu röltir kjúklingurinn inn í mynd á fullkomnum tíma. Rétt eftir að leikmaðurinn deyr og stelur þar af leiðandi senunni á fyndinn máta.

Svipað og í Counter-Strike er hægt að skjóta kjúklingana í Halo en þá springa þeir og fuðra upp með fjaðraþyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert