Félögin Rask ehf. og 1924 ehf. fá ekki áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í málum sínum gegn Seðlabankanum. Kröfðust þau samtals 246 milljónir króna í bætur eftir að bankinn stöðvaði greiðslur til þeirra samkvæmt nauðasamningi Klakka.

Í beiðni sinni bentu félögin á að dómur Hæstaréttar kynni að hafa fordæmisgildi um bótaskyldu vegna opinberrar stjórnsýslu og um mörkin milli stjórnsýsluákvarðana og -leiðbeininga en rétturinn féllst ekki á það. Rask ehf. er í eigu Sigurðar Valtýssonar.