Ráðherrar funda um ólögmæti aðgerða

Ráðherrar funduðu í gær eftir að héraðsdómur úrskurðaði skyldudvöl í …
Ráðherrar funduðu í gær eftir að héraðsdómur úrskurðaði skyldudvöl í sóttvarnahúsi ólögmæta og halda þau fundarhöld áfram í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ráðherranefnd fundaði um úrskurð héraðsdóms um ólögmæti reglugerðar heilbrigðisráðherra í gær og er búist við því að fundað verði áfram um málið í dag. Ekki hefur verið boðað til ríkisstjórnarfundar en fundirnir hafa til þessa farið fram með rafrænum hætti. Þetta herma heimildir mbl.is.

Ekki er útilokað að ríkisstjórnin fundi í dag en rætt var um viðbrögð við úrskurði héraðsdóms í máli nokkurra sem voru skikkaðir í sóttvarnahús á grundvelli reglugerðar heilbrigðisráðherra. Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Landsréttar.

Ráðherranefnd hefur áður fundað um aðgerðir á landamærum og sátu á þeim fundi sex ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert