„Dásamlegt að geta farið á sjó“

Sigurður Hjartarson við bát sinn Hjört Stapa í höfninnni í …
Sigurður Hjartarson við bát sinn Hjört Stapa í höfninnni í Bolungarvík að loknum róðri í gærmorgun. Hann rær með handfæri allt árið.

Strandveiðar fóru af stað af krafti í fyrrinótt, einstakt veður og góður afli fyrir vestan, en eitthvað breytilegt eftir landshlutum. Sigurður Hjartarson í Bolungarvík fór út um klukkan þrjú í fyrrinótt á bát sínum Hirti Stapa ÍS-124 og var kominn að landi um klukkan 10 í gærmorgun með dagsskammtinn.

„Það er bara dásamlegt að geta farið á sjó þegar sjólagið breytist ekkert hvort sem þú ert við bryggju inni í höfn eða úti á miðunum. Þetta var himnaríkisblíða og ég held að það hafi verið nýheflað og rennislétt alla leið til Grænlands,“ segir Sigurður.

Hoppað á milli hóla

Hann áætlar að 15 strandveiðibátar hafi róið frá Bolungarvík í gær, en þeim eigi sjálfsagt eftir að fjölga eitthvað. Bátur hans er tæplega níu metra langur, Sómi 870, og gengur um 20 mílur í góðu veðri eins og í gær. Fyrsti krókur var kominn í sjó nokkrar mílur út af Aðalvík klukkan fjögur og skammturinn kominn um borð um klukkan níu.

„Þetta gekk ágætlega, maður hoppaði svona á milli hóla eins og þurfti til að fá fisk. Það var mikið líf þarna og nú er síðasta loðnan að lognast út af. Ég held að það hafi almennt verið ágætt fiskirí og það er fínasta spá út vikuna. Vonandi verður verðið á mörkuðum ekki verra en í fyrra. Þá byrjaði það lágt, en lagaðist þegar komið var fram í miðjan maí.“

Sigurður stundar handfæraveiðar allan ársins hring eftir því sem veður leyfir og hefur gert í mörg ár. Yfir vetrartímann leigir hann heimildir og síðan taka strandveiðar við yfir sumartímann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.5.24 425,44 kr/kg
Þorskur, slægður 15.5.24 559,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.5.24 273,64 kr/kg
Ýsa, slægð 15.5.24 314,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.5.24 137,55 kr/kg
Ufsi, slægður 15.5.24 157,45 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 15.5.24 212,72 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.5.24 Þórdís SI 6 Handfæri
Þorskur 375 kg
Karfi 2 kg
Samtals 377 kg
15.5.24 Freyja Ii Handfæri
Þorskur 420 kg
Samtals 420 kg
15.5.24 Lukka ÓF 57 Handfæri
Þorskur 373 kg
Karfi 7 kg
Samtals 380 kg
15.5.24 Venni SI 67 Handfæri
Þorskur 421 kg
Samtals 421 kg
15.5.24 Tryggvi Sveins EA 49 Handfæri
Þorskur 545 kg
Samtals 545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.5.24 425,44 kr/kg
Þorskur, slægður 15.5.24 559,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.5.24 273,64 kr/kg
Ýsa, slægð 15.5.24 314,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.5.24 137,55 kr/kg
Ufsi, slægður 15.5.24 157,45 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 15.5.24 212,72 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.5.24 Þórdís SI 6 Handfæri
Þorskur 375 kg
Karfi 2 kg
Samtals 377 kg
15.5.24 Freyja Ii Handfæri
Þorskur 420 kg
Samtals 420 kg
15.5.24 Lukka ÓF 57 Handfæri
Þorskur 373 kg
Karfi 7 kg
Samtals 380 kg
15.5.24 Venni SI 67 Handfæri
Þorskur 421 kg
Samtals 421 kg
15.5.24 Tryggvi Sveins EA 49 Handfæri
Þorskur 545 kg
Samtals 545 kg

Skoða allar landanir »