LA Lakers og New York vilja Irving

Kyrie Irving í leik með Brooklyn Nets á síðasta tímabili.
Kyrie Irving í leik með Brooklyn Nets á síðasta tímabili. AFP/Elsa

Viðræður körfuknattleiksliðsins Brooklyn Nets í NBA-deildinni og leikmannsins Kyrie Irving um að hann framlengi dvöl sína hjá liðinu eru að sigla í strand og því gæti Irving farið að huga að því að finna sér nýtt lið.

The Athletic greinir frá.

Irving, sem skipti yfir til Brooklyn sumarið 2019, hefur til 29. júní til þess að nýta sér framlengingarákvæði í núverandi samningi sínum en hefur verið tregur til þess að virkja það.

 Samkvæmt umfjöllun The Athletic hafa viðræðurnar milli Brooklyn og Irvinga staðnað og fylgjast nágrannar Brooklyn í New York Knicks því grannt með stöðu mála hjá Irving og sömu sögu er að segja af LA Lakers.

Vilja bæði lið semja við Irving ákveði hann að halda ekki kyrru fyrir hjá Brooklyn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert