Innlent

1.456 greindust innan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
10.803 eru nú í einangrun.
10.803 eru nú í einangrun. Vísir/Vilhelm

1.456 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 211 á landamærum. 35 sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítalanum og eru þrír á gjörgæslu.

Þetta kemur fram á síðunni Covid.is. 56 prósent af þeim sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 44 prósent utan sóttkvíar.

10.803 eru nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið við 10.637 í gær. 13.689 eru nú í sóttkví, en voru 12.438 í gær. 269 eru nú í skimunarsóttkví.

5.331 einkennasýni voru greind í gær, 1.795 sóttkvíarsýni og 1.164 landamærasýni.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 4.464 en var 4.423 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 399, samanborið við 371 í gær.

Alls hafa 54.579 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á þarsíðasta ári. Fimmtán prósent íbúa hafa nú greinst með Covid-19. 44 hafa látist á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi faraldursins.

35 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim því fjölgað um þrjá milli daga. Á vef Landspítalans segir að líkt og í gær eru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Af þeim 35 sem eru inniliggjandi eru tólf óbólusettir og 23 hafa verið bólusettir að minnsta kosti einu sinni.

Meðalaldur innlagðra er 65 ár.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×