fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Ólafur var rekinn í Danmörku í gær: „Þetta hefur allt farið niður á við“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 14:00

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson var rekinn úr starfi sínu hjá Esbjerg í Danmörku í gær. Ólafur tók við liðinu fyrir tæpu ári síðan en mistókst að koma liðinu aftur upp í efstu deild.

Forráðamenn Esbjerg létu Ólaf taka poka sinn í gærkvöldi, skömmu eftir að það var ljóst að félagið kæmist ekik upp.

„Þetta hefur allt farið niður á við eftir góða byrjun, ég veit ekki hvað klikkaði. Kjartan Henry hefur ekki verið heill allt tímabilið, Silkeborg og Vilborg tóku fram úr þeim. Ég veit ekki hvort ég geti ekki bent á eitthvað eitt,“ sagði Ágúst Þór Ágústsson sérfræðingur Dr. Football í þætti dagsins en Ólafur stýrði FH áður en hann tók við Esbjerg.

Hrafnkell Freyr bróðir hans hafði þetat að segja. „Ég heyrði frá mínum manni í Danmörku að þeir væru með gamalt lið sem brann út þegar líða fór á tímabilið, þeir voru farnir að spila mikinn varnarbolta, þeir voru ekki nógu ferskir þegar leið á tímabilið.“

Ágúst veit ekki hvaða skref Ólafur tekur næsta á ferlinum. „Það er góð spurning, ég held að hann komi til Íslands og bíði eftir starfi hérna. Væri ekki Óli fínn að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá liði í Danmörku. Ég gæti séð hann taka smá pásu mögulega.“

Staða yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ er laus í haust og Hrafnkell segir að það starfi gæti hentað Ólafi vel. „Ég held að hann yrði flottur yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.“

Hjörvar Hafliðason tók þá til máls og hafði þetta að segja. „Það er misskilningur að hann hafi verið með lang mesta budgetið, það er ekki rétt. Esbjerg hefur verið kaos klúbbur, það hefur mikið gengið á. Þetta er eins og ítalskur fótboltaklúbbur í Danmörku, skipta um þjálfara mjög hratt. Á síðustu fimm árum sjö eða átta þjálfarar. Óli er væntanlega að leita sér að liði núna bara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pochettino útskýrir ummælin umdeildu – ,,Hvað þýðir það?“

Pochettino útskýrir ummælin umdeildu – ,,Hvað þýðir það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Í gær

Modric biður um nýjan samning – Launin skipta engu máli

Modric biður um nýjan samning – Launin skipta engu máli
433Sport
Í gær

Var ekki valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir frábært tímabil – Getur spilað fyrir þrjú önnur lönd

Var ekki valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir frábært tímabil – Getur spilað fyrir þrjú önnur lönd
433Sport
Í gær

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur