Látinn laus eftir eina nótt í varðhaldi

Josep Maria Bartomeu.
Josep Maria Bartomeu. AFP

Josep Maria Bartomeu, fyrrverandi forseti spænska félagsins Barcelona, var látinn laus í dag eftir að hafa dvalið eina nótt í fangelsi.

Bartomeu var handtekinn í gær ásamt fyrrverandi ráðgjafa sínum, Jaume Masferrer, Oscar Grau, núverandi framkvæmdastjóra Barcelona, og Roman Gomez Pont, yfirmanni lögfræðimála félagsins.

Það var gert í kjölfar þess að lögregluyfirvöld í Katalóníu réðust inn í höfuðstöðvar Barcelona til að leggja hald á gögn vegna rannsóknar á meintum spillingarmálum innan félagsins, sem og meintri herferð Bartomeu á samfélagsmiðlum gegn núverandi og fyrrverandi leikmönnum Barcelona.

Fjórmenningarnir voru yfirheyrðir af dómara í morgun og staðfest var við fjölmiðla að Bartomeu og Masferrer hefðu nýtt rétt sinn til að segja ekkert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert