Sakaður um stríðsglæpi og leiddur fyrir dómara

Innrás Rússa hefur víða verið mótmælt.
Innrás Rússa hefur víða verið mótmælt. AFP

Rússneskur hermaður sem sakaður er um að hafa drepið óbreyttan borgara í innrás Rússa í Úkraínu kom fyrir dóm í morgun í Kænugarði. Er þetta fyrsti maðurinn sem sakaður um stríðsglæpi í tengslum við innrás Rússa sem leiddur er fyrir dómara.

Hermaðurinn Vadim Shishimarin, sem er 21 árs, er sakaður um að hafa myrt óvopnaðan 62 ára borgara. Myndskeiðum úr fjölmiðlum var dreift fyrir dómi.

Shishimarin er ákærður fyrir stríðsglæpi og morð að yfirlögðu ráði og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur.

Réttarhöldin þykja mikil tímamót fyrir Úkraínumenn en rússneskar hersveitir hafa verið sakaðar um að myrða mörg hundruð óbreytta borgara frá því að innrás þeirra í Úkraínu hófst 24. febrúar.

Shishimarin er sakaður um að hafa skotið úr riffli út um bílrúðu og drepið óbreytta borgara til að koma í veg fyrir maðurinn gæti borið vitni í máli er varðaði bílaþjófnað, samkvæmt úkraínskum saksóknara.

Saksóknari sagði enn fremur að Shishimarin hefði játað og væri samvinnufús.

Samkvæmt frétt AFP stálu Shishimarin og fjórir aðrir hermenn bíl eftir að ekið var á bílalest sem þeir voru í við upphaf innrásarinnar.

Óbreyttari borgarinn sá til mannanna og einn félaga Shishimarin í hernum skipaði honum að drepa manninn svo hann segði ekki til þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert