Úr Breiðholtinu í Fossvoginn

Kári Árnason og Sveinn Gísli Þorkelsson handsala samninginn.
Kári Árnason og Sveinn Gísli Þorkelsson handsala samninginn. Ljósmynd/Víkingur Reykjavík

Knattspyrnumaðurinn og varnarmaðurinn Sveinn Gísli Þorkelsson er genginn til liðs við Víking úr Reykjavík.

Þetta tilkynntu Víkingar á heimasíðu sinni í dag en Sveinn Gísli, sem er 19 ára gamall, kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu ÍR.

Hann skoraði þrjú mörk í 15 leikjum í 2. deildinni síðasta sumar og þá á hann að baki einn landsleik með U19-ára landsliði Íslands.

Sveinn Gísli er mjög spennandi leikmaður sem hefur mikinn hraða, styrk og er góð viðbót við frábæran hóp Víkings,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi. 

„Við bindum miklar vonir við hann í framtíðinni,“ bætti Kári meðal annars við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert